Skip to product information
KRÍLI peysa
1.150 kr
KRÍLI peysa er prjónuð fram og til baka, ofan frá og niður, á prjóna nr. 3,0, með fallegu mynstri meðfram boðungi peysunnar. Hnappalisti peysunnar er prjónaður samtímis niður peysuna með i-cord kanti á endanum.
Stærð
0-2 mán (2-4 mán) 4-6 mán (6-8 mán) 8-10 mán (10-12 mán)
Garn
Neoux (50g = 187m)
100g (100g) 150g (150 g) 200g (200g)
EÐA
Woolly Light (50g = 250m)
50g (50g) 100g (100g) 150g (150g)
Prjónfesta
30x10 á prjóna nr. 3,0 - Ég mæli alltaf með því að sannreyna prjónfestu áður en hafist er handa.
Það sem þarf
Hringprjónn nr. 2,5 og 3,0 (40 og/eða 60 cm)
Sokkaprjóna nr. 2,5 og 3,0
Prjónamerki
Hjálparband/nælur
Tölur
Nál til frágangs